6. flokkur karla og kvenna var um helgina á móti á Akureyri. Strákarnir voru með eitt lið sem spilaði í 3. deild. Þeir gerður sér lítið fyrir og sigruðu deildina, þeir unnu alla leikina nema einn og unnu því á markatölu. Strákarnir voru að spila góðan handbolta og sýndu mikla og góða baráttu, flottir peyjar þar á ferð!
Stelpurnar voru með tvö lið og spilaði ÍBV1 í 2. deild og ÍBV2 spilaði í 3. deild.
ÍBV1 vann alla sína leiki nokkuð örugglega og unnu deildina. Eins og segir þá hafði ÍBV1 nokkra yfirburði í 2. deild og verður gaman að takast í við liðin í 1. deild á næsta móti. Stelpurnar voru mjög baráttuglaðar og sýndu oft á köflum flottan handbolta og gott spil innan liðsins.
ÍBV2 sigruðu tvo leiki og töpuðu tveimur og urðu í 3. sæti í 3. deildi. Þetta er flottur árangur hjá stelpunum og voru miklar framfarir hjá liðinu eftir því sem leið á mótið. Þær voru alltaf tilbúnar að vinna hver fyrir aðra og létu ekkert stoppa sig.
Allur hópurinn var sér og félagi sínu til sóma bæði innan sem utan vallar. Þetta eru flottir krakkar, kraftmiklir og mjög skemmtilegir. Með sama áframhaldi eiga þeir allir framtíðina fyrir sér!
Kveðja þjálfarar og fararstjórar.