Um helgina fóru fram fyrstu mótin hjá eldri árunum hjá 5. flokki og 6. flokki eldra ári. Í Eyjum kepptu bæði strákar og stelpur í 5. flokki.
Í strákaflokki voru þrjú lið jöfn á stigum þegar uppi var staðið en þessi lið voru Haukar, FH og Þór en þegar allt var talið voru það Haukar sem stóðu uppi sem sigurvegar því þeir voru með bestu innbyrðismarkatöluna og unnu því mótið.
Öll þessi lið töpuðu einum leik á mótinu en í leik FH og Þórs var vafasamt atvik en þá fékk Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem er talinn einn sá besti í sínum aldursflokki rautt spjald fyrir að gefa einum Þórsara meint olnbogaskot. Þetta atvik var mjög dýrt fyrir FH-inga en þeir töpuðu leiknum. FH-ingar hafa verið gríðarlega sigursælir í þessum aldursflokki, en þeir urðu einmitt Íslandsmeistar í fyrra.
Í kvennaflokki voru það heimakonur í ÍBV sem urðu sigurvegarar en þær unnu alla sína leiki nokkuð sannfærandi og þær enduðu með fullt hús stiga. Flottir krakkar í Eyjum um helgina og efniviðurinn í yngri flokkunum á Íslandi er gríðarlega mikill.