Sóley Guðmundsdóttir samdi um helgina til tveggja ára við ÍBV. Sóley sem var um helgina valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks heldur því tryggð við sitt uppeldisfélag. Það er engum blöðum um það að flétta að Sóley var með betri leikmönnum liðsins í sumar og ætlar sér greinilega að banka á dyr landsliðsins í framtíðinni.
ÍBV óskar Sóleyju til hamingju með nýjan samning og þakkar henni tryggðina við sitt félag.