Fréttir af kvennafótboltanum.

03.okt.2012  10:11
Knattspyrnuráð kvenna skrifaði um síðastliðna helgi undir samninga við alla leikmenn 2.flokks félagsins.  Hópurinn hittist á Hótel Vestmannaeyja ásamt foreldrum og átti saman góða stund áður en skrifað var undir samninga.  Þetta er liður knattspyrnuráðsins í að styrkja undirstöður meistaraflokks í framtíðinni.  2.flokkur leikur í A-deild á næsta ári og er því erfitt verkefni framundan.  Liðið tekur þátt í Faxaflóamóti sem hefst fljótlega og stendur yfir fram að Íslandsmóti.  Liðið tekur einnig þátt í Futsal sem er innanhúsíslandsmót.  Hópurinn hyggur á æfingaferð til Spánar um næstu Páska þar sem liðið mun æfa og taka þátt í Costa Blanca cup sem er mjög stórt knattspyrnumót á Spáni.
 
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum til hamingju með samningana og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.