ÍBV mætti liði Hauka/Álftanes í gær í hörkuleik á þórsvelli. Gegn gangi leiksins skoruðu gestirnir mark seint í fyrri hálfleik en okkar stúlkur fengu nokkur færi til að skora en gekk ekki. Í seinni hálfleik var um einstefnu að ræða að marki gestana en það var ekki fyrr en á 60.mín sem ÍBV náði að jafna en þá átti Þórey góða fyrirgjöf sem endaði með því að einn leikmaður gestana skoraði sjálfsmark. Þegar um 25.mín voru eftir af leiknum kom Sigríður Lára inná hjá ÍBV og náði svo að skora 2-1 þegar um 5.mínútur voru eftir af leiknum. Í blálokin skoraði svo Bryndís Jóns laglegt mark og gulltryggði sigurinn.
Á miðvikudag mætir ÍBV liði HK/Vikings og ef ÍBV sigrar þá er liðið sigurvegari í B-deild og fær því væn sigurverðlaun. Leikurinn verður kl. 17.00 á Víkingsvelli.
Áfram ÍBV.