2.flokkur kvenna hefur gert góða hluti í sumar. Stúlkurnar eru nú efstar í B-deild og búnar að tryggja sér sæti í A-deild á næsta ári. Þær eru sem stendur í efsta sæti og berjast þar við Stjörnuna um titilinn þegar tveir leikir eru eftir. Á miðvikudag mættu þær liði Fjölnis í Grafarvoginum. Leikurinn var nokkuð jafn en ÍBV náði forystu í fyrri hálfleik með marki frá Bryndís Hrönn en Fjölnis stúlkur jöfnuðu undir lokin úr vítaspyrnu. Í gær tóku svo okkar stúlkur á móti Fylki/ÍR og gjörsigruðu 7-1. Mörkin gerðu: Karítas 2, Bryndís 1, Þórey 1, Helena 1 og Sóley 1.
Næsti leikur stúlknana er föstudaginn 31.ágúst gegn HK/Viking á útivelli.
Þá er gengi meistaraflokks búið að vera mjög gott. Stúlkurnar léku gegn Fylki á þriðjudag og sigruðu 6-1 með mörkum frá Shaneka 2, Vesna 1, Hlíf 1, Julie 1 og Anna Þórunn 1.
Leikurinn byrjaði með látum en okkar stúlkur voru búnar að skjóta 4.sinnum í slá Fylkisstúlkna áður en að Fylkir náði forystunni. Á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks jafnaði Anna Þórunn metin eftir hornspyrnu. Staðan því 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik léku okkar stúlkur við hvern sinn fingur og gerðu 5 mörk og hefðu getað bætt við fleirum en inn vildi tuðran ekki. Það var gaman að sjá þegar ungar stúlkur fengu sínar fyrstu mínútur í efstu deild. Þær María Davis og Bryndís Hrönn komu inná þegar um 15.mínútur voru eftir af leiknum og stóðu sig með mikilli prýði.
Næsti leikur liðsins er gegn Selfoss á þriðjudag kl. 18.00 á Selfossvelli.
Eyjamenn mætum og styðjum við bakið á stúlkunum.
ÁFRAM ÍBV.