Stúlkurnar í meistara og 2.flokki félagsins léku gegn Stjörnunni og Aftureldingu um helgina.
2.flokkur lék í gær gegn toppliði Stjörnunnar og gerði sér lítið fyrir og sigraði 3-0 með mörkum frá Bryndísi Hrönn, Sísí Láru og Hrafnhildi. Stúlkurnar eru nú í 2.sæti b-deildar og eiga mjög góða möguleika á því að leika í A-deild að ári. Næsti heimaleiku þeirra er gegn Fylki á föstudag.
Meistaraflokkur lék á föstudag gegn Aftureldingu og gjörsigraði þær 6-1. Staðan í hálfleik var 2-0 með mörkum frá Dönku og Sísí Láru. Í seinni hálfleik bættu svo Kristín Erna 2, Hlíf 1 og Shaneka 1 við mörkum fyrir ÍBV og lokatölur því 6-1. Næsti leikur liðsins er á morgun í Árbænum þegar Fylkir tekur á móti ÍBV. Leikurinn hefst kl. 18.00.
Eyjamenn fjölmennum á völlinn og styðjum stúlkurnar til sigurs.
ÁFRAM ÍBV.