ÍBV sótti þrjú góð stig í Kópavoginn í gær er liðið sótti Breiðablik heim. Leikurinn byrjaði fjörlega en ÍBV byrjaði á því að skora strax á 2.mínútu leiksins eftir glæsilega sókn sem endaði á því að Shaneka komst ein gegn markverði Blika og skoraði af öryggi. Strax mínútu seinna komst Kristín Erna ein gegn markverði Blika sem braut á henni og klárlega um vítaspyrnu og rautt spjald að ræða en kjarklaus dómari leiksins gerði ekkert í málinu. Það var áberandi í leiknum að þjálfarar og leikmenn Blika gátu pantað aukaspyrnur að vild. Blikar fengu eitt dauðafæri í leiknum sem Bryndís varði glæsilega en leikmenn ÍBV fengu fleirri færi en náðu ekki að nýta. Í seinni hálfleik datt ÍBV liðið of aftarlega og stjórnuðu leikmenn Blika leiknum án þess að fá dauðafæri en vörn ÍBV lék mjög vel í þessum leik. Blikar sóttu án afláts en á 91.mínútu leiksins sendi Danka stórglæsilega sendingu innfyrir vörn Blika á Shaneku sem lék glæsilega á einn varnarmann og skoraði af öryggi. Glæsilegur sigur ÍBV sem vannst á góðri liðsheild. Nú er lag að halda áfram og klára mótið vel. Mikið er eftir af innbyrðis viðureignum þannig að þar er ljóst að það verður mikil spenna til síðasta leiks.
Næsti leikur liðsins verður föstudaginn 10.ágúst á Hásteinsvelli gegn Aftureldingu.
ÁFRAM ÍBV.