Sigrar og töp í kvennaboltanum.

30.júl.2012  15:17
Það skiptast á skin og skúrir í kvennaboltanum.  Meistaraflokkur er búin að tapa tveimur síðustu leikjum 3-0.
Meistaraflokkur mætti liði FH á heimavelli.  ÍBV hafði talsverða yfirburði í leiknum framan af án þess að ná að skora.  Smá saman fjaraði undan leik liðsins og gekk FH á bragðið og sigraði örugglega 3-0.  Leikurinn sá versti í sumar hjá stúlkunum. 
Á morgunn mæta stúlkurnar liði Breiðabliks í Kópavogi kl. 18.00.
 
2.flokkur félagsins er nú í 2.sæti B-riðils og á góðan möguleika að koma sér í A-riðil.  Stúlkurnar tóku á móti Selfoss á sunnudag og sigruðu örugglega 6-0.  Mörkin gerðu Þórey 2, Guðrún Bára 2, Sísí Lára 1 og Elísabet 1.