Símamót Breiðabliks var haldið um helgina. Frá ÍBV fóru alls 75 stúlkur ásamt þjálfurum og fararstjórum. ÍBV sendi 5-6.og 7.flokk á mótið. ÍBV náði mjög góðum árangri á mótinu og til að mynda sigraði 6.flokkur B-lið mótið. 6.flokkur A-lið lenti í 3.sæti og 7.flokkur A-lið tapaði úrslitaleiknum gegn Stjörnunni 1-0. 5.flokkur félagsins náði ekki að blanda sér í hóp þeirra bestu en gera það sannarlega í framtíðinni. Þá var háður leikur milli Landsliðs og Pressuliðs. Þjálfarar liðanna tilnefna leikmenn annara liða í leikinn. Elísa Björnsdóttir var valin frá ÍBV sem verður að teljast frábær árangur hjá henni þar sem hún er á yngra ári.
Í umsögn þjálfara stúlknana þá voru þær ÍBV til mikils sóma jafnt innan vallar sem utan. Þá eiga foreldrar stúlknana hrós skilið fyrir að hvetja lið sín á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Semsagt flottar fótboltastúlkur og frábærir foreldrar.
ÍBV óskar stúlkunum innilega til hamingju með þennan góða árangur.
Áfram ÍBV