ÍBV vann góðan sigur í gær á KR-velli er þær lögðu heimastúlkur af velli 2-0. ÍBV stjórnaði leiknum frá upphafi en góð barátta heimastúlkna gerði ÍBV oft erfitt fyrir. ÍBV skapaði sér þó nokkuð af góðum færum en inn vildi boltinn ekki nema á 16.mínútu er Shaneka lagði boltann fyrir Dönku sem skorðai af öryggi eftir góða sókn. Staðan í hálfleik var því 1-0. Í seinni hálfleik var einstefna að marki KR en leikmenn ÍBV létu leiða sig of oft í rangstöðugildru KR inga. Shaneka Gordon skoraði svo seinna mark ÍBV á 68.mínútu með stórglæsilegu skoti af 30.m færi.
Eftir leikinn í gær komst ÍBV í 3.sæti deildarinnar einu stigi á eftir Stjörnunni og þremur stigum á eftir Þór/KA.
Næsti leikur er gegn Val næsta þriðjudag að Hlíðarenda.
Eyjamenn fjölmennum á völlinn og hvetjum stúlkurnar til sigurs.
ÁFRAM ÍBV.