Stórglæsilegur sigur fyrir norðan.

25.jún.2012  13:15
Kvennaliðið gerði góða ferð norður í gær er þær lögðu topplið deildarinnar af velli 4-1.  Heimastúlkur byrjuðu af krafti en fljótlega tóku leikmenn ÍBV öll völd á vellinum og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 3-0.  Fyrsta markið kom eftir glæsilega sókn upp hægri kantinn sem lauk með því að Shaneka sendi boltann á nærstöng þar sem Kristín Erna kom aðvífandi og skoraði af miklu öryggi.  Shaneka skoraði svo annað markið eftir góða stungusendingu frá Dönku.  Danka var svo aftur með stoðsendingu í þriðja markinu er hún vippaði boltanum innfyrir vörn Þórs/KA á Vesnu sem skoraði með hnitmiðuðu skoti.
ÍBV byrjaði seinni hálfleik vel og átti Danka skot í stöng.  Eftir 11.mín leik skoruðu heimastúlkur og við það hrukku þær í gang og voru mjög atgangsharðar fyrir framan vítateig ÍBV sem varðist vel ásamt því að Bryndís Lára átti frábæra markvörslu þegar sóknarmaður Þórs/KA átti gott skot.   Þegar um 20.mín voru til leiksloka breytti ÍBV um taktík sem varð til þess að ÍBV varð aftur sterkari aðilinn og uppskar mark þegar 10.mín voru eftir af leiknum.  Þar var að verki Berglind Björg eftir mjög góðan undirbúning frá Kristínu Ernu og Sísí Láru.
Með þessum sigri galopnast toppbaráttan en ÍBV er í 3.sæti einu stigi á eftir Þór/KA og stjörnunni.
Næsti leikur ÍBV er á fimmtudag kl. 17.00  í bikarnum er við fáum lið Breiðabliks í heimsókn.
 
Eyjamenn fjölmennum á Hásteinsvöll og hvetjum liðið til sigurs.
 
ÁFRAM ÍBV.