Kærkomin sigur hjá stúlkunum.

31.maí.2012  15:14
ÍBV sótti lið Aftureldingar heim á þriðjudagskvöld í leik sem ÍBV varð að vinna til að þoka sér ofar í deildinni.  Leikurinn fór rólega af stað en eftir 20.mín leik tók ÍBV völdin á vellinum án þess að skapa sér nægilega mörg færi.  Þegar um 6.mín voru eftir af fyrri hálfleik skoraði Shaneka Gordon gullfallegt mark með skoti af 22.m færi neðst í fjærhornið án þess að markvörður Aftureldingar kæmi nokkrum vörnum við.  Í seinni hálfleik var leikurinn eign ÍBV og skoruðu stúlkurnar tvö mörk með stuttu millibili.  Shaneka Gordon var aftur á ferðinni með glæsilegt einstaklingsframtak áður en hún lagði boltann í mark andstæðingana án þess að markvörðurinn fengi rönd við reist.  Stuttu síðar lagði Shaneka upp mark fyrir Vesnu sem gulltryggði sigurinn.
Það er áhyggjuefni fyrir liðið að það vantar uppá baráttugleði og dugnað í leik liðsins.  Bestu leikmenn liðsins í dag voru Bryndís Lára, Shaneka, Vesna og Anna Þórunn.
Næsti leikur liðsins er á mánudag gegn baráttuglöðu liði Fylkis.
Eyjamenn mætum á Hásteinsvöll og hvetjum liðið til sigurs.
 
ÁFRAM ÍBV.