Sigur í síðasta æfingaleiknum.

05.maí.2012  23:33
Fótboltastelpurnar okkar léku í dag sinn síðasta æfingaleik fyrir Íslandsmót er þær tóku á móti Selfoss.
ÍBV byrjaði leikinn mjög vel og skapaði sér nokkur færi til að skora áður en Sara Rós náði forystu um miðjan hálfleik eftir góða sókn.  Stuttu síðar skoraði svo Danka annað mark ÍBV er hún stakk sér í gegnum vörn selfoss sem stoppuðu því Vesna var rangstæð en Danka sýndi klókindi og nýtti sér þessa glufu.  Á 30.mínútu lék Vesna vörn Selfoss grátt og skoraði mjög laglegt mark.  Undir lok hálfleiksins tók Danka góða hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Önnu Þórunni sem kom aðvífandi á fjær og skallaði inn.  Staðan var því 4-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik voru Selfoss stúlkur mun betri en ÍBV og uppskáru 2.mörk en hefðu hæglega getað bætt við fleirri mörkum.  Lokatölur því 4-2 fyrir ÍBV.
Julie Nelson var besti leikmaður ÍBV í leiknum ásamt Sóleyju, Svövu Töru og Vesnu.
Íslandsmótið hefst sunnudaginn 13.mai þegar Valsstúlkur koma í heimsókn.
Við hvetjum Eyjamen til að fjölmenna eins og í fyrra á leiki stúlknana og hvetja þær til dáða í úrvalsdeildinni.