Fyrsta æfing á Hásteinsvelli

05.maí.2012  00:36
 Fyrsta æfingin á Hásteinsvelli var að kvöldi 4. maí. Það var beðið með æfingu til 20:00 um kvöldið meðal annars svo að George Baldock myndi ná æfingu en hann lenti í Keflavík 17:50.
 Mikil spenna er í loftinu fyrir fyrsta leik liðsins í Pepsí-deildinni. Leikurinn er á Selfossi á móti heimamönnum. Liðsstyrkur hefur verið að berast á síðustu metrunum en Ragnar Leósson var að koma frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið í skóla, Tonny Mawejje var á láni í Suður-Afríku og er mættur aftur. Þá fengu ÍBV liðsstyrk í vikunni en það er George Baldock, sem var valinn besti ungi leikmaður Milton Keynes Dons (MK Dons) sem er gamla Wimbledon.
 
Við hvetjum alla okkar stuðningsmenn til að mæta á leikinn og styðja sitt lið til sigurs. Hlökkum til að sjá ykkur félagar!
 
Fleiri myndir af æfingunni er að finna á facebook síðu ÍBV, http://www.facebook.com/IBVey?ref=tn_tnmn