Síðastliðinn laugardag áttust við ÍBV og Stjarnan í meistaraflokki karla. Stjarnan mætti með sterkt lið til leiks en það vantaði þó nokkuð upp á lið Eyjamanna. Andri Ólafsson, Eyþór Helgi og Ian Jeffs eru meiddir, Þórarinn á reynslu, Tony á láni og útlendingarnir, Aaron, Rasmus og Abel koma í febrúar. Ýttu á meira til að vita meira!
Jafnræði var með liðunum í upphafi en lítið var að gerast í leiknum framan af. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins en þá komst Víðir Þorvarðarson upp vinstri kanntinn, lék á einn og lagði boltann út í teig á Guðmund Þórarinsson sem lagði boltann í fjær hornið, glæsilegt mark.
Eyjamenn áttu ágæt tækifæri til að auka forystuna en eftir því sem leið á leikinn þá komust Garðbæingarnir betur inn í leikinn. Baldvin Sturluson lagði boltan á Gunnar Örn Jónsson sem gerði vel með þrumuskot yfir Elías Fannar Stefnisson.
Stjörnumenn skoruðu svo mark þegar einungis 3 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, það var Sindri Már sem skoraði eftir að Fannar hafði varið skot frá Halldóri Orra.
Því er ljóst að Eyjamenn ná ekki að fara í úrslitinn í Fótbolta.net mótinu í ár.