Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið æfingahóp hjá A-landsliði Íslands í knattspyrnu. ÍBV á þrjá fulltrúa þar þær Elísu Viðarsdóttur, Berglindi Þorvaldsdóttur og Elínborgu Ingvarsdóttur. Berglind hefur verið í þessum hóp áður og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún of t komist í 18.manna hópinn. Þá hefur Elínborg einnig verið valin áður en hún fór með liðinu á La Manga mótið fyrir 2.árum. Elínborg er að jafna sig eftir erfið meiðsl og var í kjölfarið valin á ný. Elísa er aftur á móti í fyrsta sinn að taka þátt í æfingahópnum en Elísa lék með U-19.ára landsliðinu á sínum tíma. Það kemur engum á óvart að Elísa skuli vera valin þar sem hún er búin að leika mjög vel með ÍBV.
Þá voru Svava Tara Ólafsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir valdar til æfinga með U-19.ára landsliðinu. Liðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir ferð með A-landsliðinu til La Manga í byrjun mars þar sem liðið leikur 3.leiki. Í lok mars heldur liðið svo til Hollands þar sem það leikur í milliriðli Evrópumóts landsliða. Það er ljóst að baráttan um sæti í 18.manna hóp verður erfið fyrir Sísí og Svövu Töru en þær eru á yngra ári í liðinu.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.