Yngri flokkar - Dagur Arnarsson valin í landsliðshóp Íslands U-16.

02.des.2011  09:23
Dagur Arnarsson hefur verið valin í 14.manna landsliðshóp Íslands U-16.ára í handbolta.  Einar Guðmundsson tilkynnti í gær hópinn sem mætir Frökkum í tveimur leikjum dagana 17.og 19.desember.  Fram að þeim tíma mun hópurinn æfa saman þrisvar sinnum á Reykjavíkursvæðinu.
Dagur á ekki langt að sæka hæfileika sína en móðir hans Guðfinna Ágústsdóttir átti afar farsælan feril á yngri árum.  Þess má einnig geta að Dagur er sonur Arnars Péturssonar þjálfara mfl.IBV.
 
IBV óskar Degi innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.