Þær stöllur Svava Tara Ólafsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir munu æfa með landsliði Íslands U-19.ára í knattspyrnu um helgina. Þetta er mjög góður árangur hjá þeim þar sem þær eru báðar á yngra ári í liðinu. Æfingarnar fara fram laugardag og sunnudg á höfuðborgarsvæðinu.
Þá er Sóley Guðmundsdóttir einnig í þessum hóp en hún hefur þurft að draga sig út vegna meiðsla sem hún hlaut í leik gegn Þór/KA í Júlí. Sóley er á leið í aðgerð og er reiknað með að hún verið æfingahæf um áramót.
Þá var Bergrún Linda Björgvinsdóttir valin til æfinga með U-17.ára landsliðinu en hún er eins og Svava og Sísí á yngra ári. Bergrún er mjög lofandi leikmaður en hún var markahæsti leikmaður 2.flokks í sumar þrátt fyrir að vera á yngra ári í 3.flokki.
Við óskum þessum stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.