Íþróttaakademían komin á fullt skrið

16.sep.2011  13:16
Íþróttaakademían sem FÍV og ÍBV standa saman að, er nú komin á fullt skrið og er þetta önnur önnin sem boðið er uppá akademíuna, í dag er hjá Akademíunni góður gestu þar sem eyjapeyjinn Erlingur Richardsson er á ferðinni og er með æfingar fyrir nemendur og fyrirlestra bæði fyrir nemendur og þjálfara. Vafalaust má ýmislegt læra af Erlingi sem hefur getið sér gott orð í þjálfun undanfarin ár.