Það voru fjölmargir áhorfendur sem áttu góða stund á Hásteinsvelli á laugardag í blíðskaparveðri þegar IBV tók á móti Fylki í baráttu um 3.sæti deildarinnar. IBV stúlkur voru mun betri í fyrri hálfleik og uppskáru eitt mark frá Berglindi Björgu eftir góðan undirbúning Vesnu. Í seinni hálfleik bökkuðu leikmenn IBV og þéttu liðið vel þannig að Fylkir var meira með boltann. IBV beittu skyndisóknum og á 72.mín bar ein slík árangur. Elísa sendi þá langan bolta inná teig Fylkis þar sem Vesna stakk sér framfyrir markvörð Fylkis og skallað í netið. Lokatölur því 2-0 og IBV þvi búið að tryggja sér 3.sæti deildarinnar. Þetta er næst besti árangur sem IBV hefur náð frá upphafi og eiga stúlkurnar mikið hrós skilið fyrir þessa frammistöðu. Liðið er sannarlega spútninklið sumarsins.
Síðasti leikur liðsins fer fram á laugardag á Valsvelli kl. 13.00.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á völlinn og hvetja IBV til sigurs.
ÁFRAM IBV.