Óðinn Sæbjörnsson valin til þjálfurnar í landsliðsúrtaki. Kiddi og Siggi valdir í hópinn.

17.ágú.2011  08:45
Óðinn okkar Sæbjörnsson hefur verið valinn  til að taka þátt í þjálfun efnilegustu drengja landsins fædda 1996. Óðinn verður í fimm manna þjálfarateymi sem stjórnað er af Frey Sverrisyni sem hefur verið landsliðsþjálfari U-16 í þó nokkur ár ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U-17.  Æfingarnar fara fram á Laugarvatni nú um næstu helgi.  Óðinn sem nú er með reyndari þjálfurum sinnar kynslóðar í boltanum er sem stendur að þjálfa 3.flokk karla hjá IBV. 
Tveir Eyjapeyjar eru í þessum hóp þeir Kristinn Skæringur Sigurjónsson og Sigurður Grétar Benónýson.  Þetta er í þriðja sinn sem drengirnir eru valdir enda eru þetta gríðarlega efnilegir drengir sem eiga eftir að láta mikið af sér kveða í meistaraflokk framtíðarinnar.
 
IBV óskar Óðni og peyjunum innilega til hamingju með þennan árangur.