Aftur komnar í 3.sætið.

10.ágú.2011  08:44
Stórglæsilegur sigur á Þróttarstúlkum í gær varð til þess að IBV er aftur komið í 3.sæti Íslandsmótsins.  Okkar stúlkur  byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir 20.mín var staðan orðin 2-0 með mörkum frá Vesnu og Kristínu Ernu.  IBV átti einnig tvo sláarskot, nokkur færi og fjöldann af hornspyrnum. Undir lok hálfleiksins áttu Þróttarar skyndisókn sem endaði með dauðafæri en snillingurinn Birna Berg varði frábærlega.  Staðan því 2-0 í hálfleik.  Í seinni hálfleik breyttu okkar stúlkur um taktík og leyfðu Þróttarstúlkum að vera meira með boltann og sækja á okkur.  Það gafst vel því fyrir vikið fengu sóknarmenn okkar meira pláss framm á við sem varð til þess að IBV skoraði þrjú mörk í viðbót ásamt því að fá fjölda færa til að gera enn betur.  Mörkin í síðari hálfleik skoruðu Berglind 2.  og Kristín Erna 1.  IBV hefur því endurheimt 3.sæti deildarinnar aftur.
Næsti leikur er á þriðjudag hér á Hásteinsvelli gegn KR.
Mætum á völlinn og styðjum stúlkurnar til sigurs.
 
ÁFRAM IBV.