Jafntefli ekki ásættanlegt.

05.ágú.2011  14:07
Stúlkurnar okkar léku í gær gegn liðið Breiðabliks.  Leikurinn var mjög fjörugur mikið um gott spil heimastúlkna en mikið um tæklingar og góðar skyndisóknir Blika.  Breiðablik náði forystu er Elísa Viðarsdóttir skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik.  Snemma í seinni hálfleik jafnaði Danka metin með mjög góðu skoti úr vítateignum.  IBV sótti án afláts en náði ekki að skora.  Um miðjan hálfleikinn skoraði svo Breiðablik sitt annað mark eftir mikil mistök í vörn heimastúlkna.  Okkar stúlkur gáfust ekki upp og á 84.mínútu var dæmd vítaspyrna er Blikastúlkur vörðust góðu skoti Dönku.  Danka fór sjálf á punktinn og skoraði af miklu öryggi.  Leikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelmingi Blika en þær vörðust vel og beittu hættulegum skyndisóknum.  IBV liðið spilaði leikinn mjög vel og hefði átt að uppskera meira en jafntefli.
Næst leikur er á þriðjudag gegn Þrótti á Valbjarnarvelli kl. 18.00.
Við hvetjum alla til að koma og styðja við bakið á stúlkunum.
 
ÁFRAM IBV