Þetta virtist ekki ætla ganga en við erum Vestmannaeyjingar og gefumst aldrei upp sagði einn leikmaður IBV liðsins eftir þennan frábæra sigur. Okkar stúlkur byrjuðu leikinn af krafti og áttu nokkur mjög góð færi en inn vildi boltinn ekki. staðan í hálfleik var því 0-0. Í seinni hálfleik rauk vindu upp og því erfitt fyrir okkar stúlkur að leika gegn vindinum. Eftir um 10.mín. leik fengu Grindavíkurstúlkur horn sem þær náðu að nýta og staðan því 1-0. Okkar stúlkur vildu meina að um brot hefði verið að ræða en mjög slakur dómari leiksins sá ekkert athugavert. Okkar stúlkur héldu áfram að skapa færi en sem fyrr vildi boltinn ekki inn. Það var svo á 85.mín. leiksins sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að skora og jafnaði þar með metinn. Okkar stúlkur vildu meira og á 91.mín. skoraði Berglind sitt annað mark í leiknum eftir frábæran undirbúning Vesnu og tryggði þar með sigurinn og öll þrjú stigin.
IBV liðið sýndi frábæran karakter með þessum sigri.
Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Aftureldingu í bikarnum kl. 16.00 á Hásteinsvelli.
Eyjamenn mætum á völlinn og hvetjum okkar stúlkur til sigurs.
Áfram IBV.