Glæsilegur fyrri hálfleikur skóp góðan sigur gegn Þrótti í gær á Hásteinsvelli. Það tók okkar stúlkur 16.mínútur að brjóta sterka vörn Þróttar á bak aftur. Kristín Erna prjónaði sig glæsilega í gegnum vörn Þróttar en markvörðurinn varði vel frá henni en Berglind Björg fylgdi vel á eftir og skoraði af öryggi. Eyjastúlkur fengu mörg fín færi til að bæta við mörkum en ekki gekk það fyrr en á 43.mínútu þegar Svava Tara Ólafsdóttir tók hornspyrnu og eftir baráttu í teignum féll boltinn fyrir Julie Nelson sem skaut á markið þar var Berglind vel staðsett og stýrði boltanum í netið. Í seinni hálfleik virtist sem okkar stúlkur væru orðnar sátta við fenginn hlut og Þróttar stúlkur stjórnuðu leiknum að mestu.
Sigurinn var samt alltaf öruggur og IBV því áfram í efsta sæti deildarinnar. Margir leikmenn áttu góðan dag en Sigríður Lára Garðarsdóttir bar af í liðinu. Þá var eftirtektarvert hversu ungu stúlkurnar Sóley og Svava Tara spiluðu vel.
Næsti leikur er gegn KR á útivelli næsta miðvikudag kl. 18.00
Við hvetjum alla til að fylgja stúlkunum á KR völl og hvetja þær til sigurs.
Áfram IBV.