Stórglæsilegur sigur.

02.jún.2011  12:31
Fótboltastelpurnar unnu í gær stórglæsilegan sigur gegn Breiðablik í Kópavogi fyrir framan fjölmarga áhorfendur.  Lið IBV tók því aftur toppsætið í deildinni með markatöluna 12-0. 
Leikurinn í gær fór vel af stað fyrir okkar stúlkur sem náðu að pressa lið heimastúlkna mjög framarlega.  Á 13.mínútu fengu okkar stúlkur góða sókn Þar sem Kristín Erna átti góðan skalla inná Vesnu sem komst ein í gegn og skoraði örugglega.  Eftir þetta áttu okkar stúlkur mikð af góðum færum og hefðu átt að vera komnar í 3-0 eftir 25.mínútur en þá tóku Blikar öll völd á vellinum án þess að skapa sér mikið af færu utan þess er Birna Berg varði glæsilega í eitt skipti.  IBV var heppið að halda forystunni er dómarinn blés til leikhlés.
Í seinni hálfleik voru heimastúlkur aðeins sterkari en á 70.mínútu bætti IBV við marki eftir glæsilega sókn sem endaði með því að Sóley Guðmundsdóttir lék glæsilega á bakvörð Blika og sendi fyrir markið þar sem Danka var mætt og lék vörn og markvörð Breiðbliks grátt og skoraði.  Eftir þetta sóttu Blikar hart og gerðu því þjálfarar IBV taktíska breytingu og styrktu miðjuna með því að setja Eddu Maríu inná.  Eftir þetta áttu Blikar ekkert svar við varnarleik IBV og sigurinn því okkar.
Það var gaman að sjá hversu margir Eyjamenn komu á völlinn til að hvetja IBV liðið í leiknum.
Allt liðið spilaði mjög vel og eftirtektarvert hversu mikil samheldni og barátta einkennir liðið.
Næsti leikur er á Hásteinsvelli á miðvikudag kl. 18.00