Í síðustu viku var undirritaður samningur milli ÍBV íþróttafélags og Flugfélagsins Ernis. Samningurinn nær til allra deilda félagsins. Með þessum samningi verður Flugfélagið Ernir einn af stærstu styrktaraðilum ÍBV íþróttafélags.
Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Vestmannaeyja í ágúst í fyrra og hafa viðtökurnar verið góðar. ÍBV íþróttafélag er stærsti einstaki aðilinn í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og reiknað er með að á árinu 2011 komi á fjórða tug þúsunda gesta til Eyja, eingöngu í tengslum við viðburði á vegum félagsins.