Kiwanis gefur hjartastuðtæki í Eimskipshöllina

09.maí.2011  18:39

Eyjablikk gefur kassann utan um það

Í dag kom Birgir Guðjónsson forseti Kiwanisklúbbsins Helgafells og færði ÍBV hartastuðtæki að gjöf. Tækið verður sett upp í Eimskipshöllinni á næstu dögum. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að hafa svona tæki í sölum bæjarins og eins og notkunin er í Eimskipshöllinni þar sem bæði ungir og aldnir koma nær daglega sér til heilsubótar var brýnt að fá viðlíka tæki. ÍBV íþróttafélag fór þess á leit við Kiwanis um að skoða hvort þetta væri ekki framkvæmanlegt og ekki leið á löngu þar til tækið var komið á svæðið.
Eyjablikk sá svo um að smíða kassa utan um stuðtækið og mun einnig sjá um að koma tækinu upp. ÍBV íþróttafélag þakkar bæði Kiwanis og Eyjablikk kærlega fyrir þessu þörfu gjöf sem vonandi þarf aldrei að nota.