Risa stórt blakmót hafið í Eyjum

06.maí.2011  08:15

ÍBV og Þróttur halda mótið

Í gærmorgun hófst blakmót öldunga hér í Eyjum. Það eru ÍBV íþróttafélag og Þróttur Reykjavík sem standa sameiginlega að mótinu. Spilað er á tíu völlum í fjórum sölum. Keppendur eru um þúsund og er þetta enn ein innspýtingin sem ÍBV kemur með í bæjarfélagið.
Mótinu lýkur á laugardaginn með lokahófi uppí Höll. Mun þetta verða með því fjölmennasta sem að Höllin hefur tekið í mat samtímis í húsið og er búist við um 800 manns í mat. ÍBV á eitt karlalið og eitt kvennalið í mótinu. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins.