Fótboltastelpurnar sigruðu sína deild í Lengjubikarnum.

28.apr.2011  18:06
Þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í Lengjubikarnum þá eru okkar stúlkur búnar að sigra B-deild Lengjubikarsins.  IBV er búið að sigra alla sína leiki og geta því mætt afslappaðar tl leiks á laugardag þegar liðið leikur gegn Þrótti í Laugardalnum.  Að leik loknum munu stúlkurnar fá afhent sigurlaunin.  Stúlkurnar eru nýkomnar heim úr æfingaferð frá Spáni.  Í spá þjálfara, formanna og fyrirliða liðanna sem leika í Pepsí deildinni í sumar er okkur spáð 5.sæti.  Nú þurfa stúlkurnar að sýna og sanna að þær eigi heima í efstu deild.  Fyrsti leikur sumarsins er gegn Þór/KA  á Akureyri laugardaginn 14.mai.  Þar verður við rammann reip að draga þar sem norðanstúlkum er spáð 2.sæti deildarinnar.
 
Áfram ÍBV.