Sísí Lára skoraði í stórsigri.

14.apr.2011  17:17
U-17 ára landslið Íslands í fótbolta vann lið Svía 4-1 fyrr í dag.  Íslensku stúlkurnar voru fyrir leikinn búnar að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts landsliða þannig að þær gátu mætt afslappaðar til leiks í dag.  Þessi árangur er sá besti sem Íslenskt landslið hefur náð.  Sísí Lára náði forystu fyrir Ísland í leiknum en okkar stúlkur leiddu 2-1 í hálfleik.  Sísí spilaði allan leikinn en Svava Tara var hvíld þar sem hún var búin að spila allan tímann í hinum tveimur leikjunum.
 
IBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.