U-17 ára landslið Íslands í fótbolta kvenna tryggði sér í dag rétt til að leika í undanúrslitum Evrópumóts landsliða er þær sigruðu heimastúlkur í Póllandi 2-0. Þetta er ótrúlegur árangur hjá þessu frábæra liði. Svava Tara lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar og Sísí Lára kom inná eftir tæpar 60.mínútur og lék á miðjunni. Að sögn fararstjóra landsliðsins léku stúlkurnar báðar mjög vel.
Síðasti leikur liðsins er svo gegn Svíum.
IBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.