Í gær þriðjudaginn 5. apríl heimsótti okkur Vanda Sigurðardóttir margreyndur knattspyrnuþjálfari og lektor við HÍ og hélt fyrirlestra, fyrst fyrir íþróttaakademíu ÍBV og FÍV sem mæltist mjög vel fyrir hjá þeim sem sátu þann fyrirlestur. Um kvöldið hélt Vanda síðan fyrirlestur fyrir þjálfara hjá ÍBV stjórn og aðra áhugasama og var sá fyrirlestur að mestu um samskipti þjálfara og foreldra og komið inná börn með raskanir svo sem ADHD og spunnust þar áhugaverðar umræður. ÍBV íþróttafélag þakkar Vöndu fyrir komuna