ÍBV og Vodafone semja

31.mar.2011  15:22

ÍBV Íþróttafélag og Vodafone skrifuðu í dag undir samstarfssamning sín á milli. Vodafone mun vera sýnilegt hjá félaginu, bæði í blaðaútgáfu á vegum félagsins og við helstu íþróttaviðburði félagsins. ÍBV mun einnig nýta sér úrvals internet og símaþjónustu Vodafone sem þjónustuð er af Eyjatölvum hér í bæ.