Tvær úr IBV í U-17

22.mar.2011  08:30
Þær Berglind Dúna Sigurðardóttir og Drífa Þorvaldsdóttir hafa  verið valdar í 20 manna hóp U-17 ára landsliðs Íslands í handbolta.  Liðið undirbýr sig af kappi fyrir riðlakeppni evrópumótsins.  Riðill Íslands er leikin hérlendis og er Ísland í riðli með Spánverjum, Svisslendingum og Króötum.  Riðillinn verður allur leikinn um næstu helgi.
 
IBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.