Þjálfarar á ferð og flugi.

22.mar.2011  15:52
Það má með sanni segja að það sé í mörg horn að líta hjá þjálfurum mfl.karla og kvenna í knattspyrnu.  Fyrir utan að vera á fastalandinu um hverja helgi þá eru þeir félagar Heimir og Jón Óli báðir að fara í æfingaferð til Spánar með liðin sín ásamt því að KSI bíður þjálfurum uppá endurmenntunarferðir, annars vegar með þjálfara karlaliðana í Pepsí deildinni til Danmerkur á U-21 árs keppnina og hins vegar með þjálfara kvennaliðana í Pepsí deildinni til Írlands nú í apríl.