Borin var fram ályktun til samþykktar á aðalfundi ÍBV íþróttafélags sem haldinn var í Týsheimilinu þann 10. mars 2011. Tillagan er svo hljóðandi:
„Aðalfundur ÍBV íþróttafélags skorar á bæjarstjórn Vestmannaeyja að ganga til samninga við ÍBV íþróttafélag um lausn á framtíðar áhorfendastöðu við Hásteinsvöll. Tryggt verði að ÍBV geti spilað heimaleiki sína á Hásteinsvelli hér eftir sem hingað til“
Tillagan var samþykkt með handauppréttingu, allir fundargestir með en enginn á móti.