Deildir innan ÍBV íþróttafélags undirrita samkomulag

18.feb.2011  08:38

Aukin samvinna skilar meiri árangri

Í gær skrifuðu forráðamenn meistaraflokksráðanna undir samkomulag sem felur í sér aukna samvinnu næstu sex árin. Reyndar var kominn vísir að þessu samstarfi síðustu tvö ár en þó ekki undirritað. Samkomulagið snýst um aukið samstarf í lykilfjáröflun félagsins sem er Þjóðhátíðin. Með þessu samkomulagi lámarka deildirnar áhættu auk þess sem að ekki þarf eins mikið af fólki í fjáraflanirnar. Er þetta vonandi vísir að enn frekara samstarfi milli deildanna sem þó hefur aukist til muna á síðustu árum.
Það var Sigþóra Guðmundsdóttir formaður meistaraflokks kvenna sem skrifaði undir fyrir þeirra hönd. Fyrir knattpyrnudeild karla skrifaði varaformaðurinn Hannes Gústafsson undir og fyrir handknattleiksdeildina undirritaði Magnús Bragason samkomulagið.