Heimir Hallgrímsson þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta er nú í heimsókn hjá Teiti Þórðarsynni þjálfara Vancouver sem er frá Kanada en leikur í Bandarísku atvinnumannadeildinni. Þessi heimsókn er hluti af því námi sem Heimir er í núna svokallað UEFA-pro sem er æðsta þjálfaragráða Evrópu. Heimir mun fylgjast með tveimur leikjum hjá liðinu ásamt öllum æfingum og kynna sér hugmyndafræðina á bak við félagið. Þess má til gamans geta að annar af leikjunum er gegn L.A Galaxy sem David Beckham leikur með.