Undirbúngstímabilið hjá fótboltastelpunum er löngu hafið og eru þær nú búnar að spila 5.leiki. Þær byrjuðu á því að tapa fyrir ÍA 4-2 eftir að hafa komist í 2-0 með mörkum frá Kristínu Ernu og Jóhönnu Svövu. Næsti leikur var gegn HK/Víking þar sem okkar stúlkur sigruðu 7-1 með mörkum frá Hlíf 2, Berglind 2, Jóhanna Svava, Svava Tara og Bergrún. Því næst tapaði liðið gegn Stjörnunni 2-0. Fjórði leikurinn var aftur gegn ÍA og þá sigruðu okkar stúlkur 4-0 með mörkum frá Kristín Ernu 2, Hlíf og þórhildur. í fimmta og síðasta leiknum sigruðu okkar stúlkur lið Grindavíkur 7-2 með mörkum frá Hlíf 4, Sóley 2 og Þórhildur 1.
Um næstu helgi leikur liðið gegn Breiðablik og Aftureldingu.