Um síðustu helgi voru landsliðsæfingar hjá öllum kvennalandsliðunum í knattspyrnu. Birna Berg var valin til æfinga með A-landsliðinu. Sóley Guðmundsdóttir hjá U-19 ára liðinu og þær Svava Tara Ólafsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir hjá U-17 ára liðinu. Þá voru þeir Guðmundur Tómas Sigfússon og Hallgrímur Heimisson valdir til æfinga með U-16 ára liðinu.
Við óskum þessum leikmönnum til hamingju með þennan árangur.