Vígsla knattspyrnuhúsins var stór stund fyrir marga áhugamenn um íþróttir. Þrjátíu mínútum fyrir vígslu húsins var skálað í Týsheimilinu. Þeir sem skáluðu skipuðlögðu baráttu og áróðursherferð félagsins fyrir knattspyrnuhúsi og hittust fyrst haustið 2004, hún var því langþráð og gleðileg stundin, þegar loks kom að vígslu mannvirkisins. Hópinn skipuðu Gísli Hjartarson, Magnús Steindórsson, Heimir Hallgrímsson, Páll Scheving og Tryggvi Már Sæmundsson.