Birna Berg hefur verið valin í æfingahóp A-landsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar þjálfari liðsins sagðist hafa fleiri hjá IBV undir smásjá sinni en valdi bara Birnu í þetta sinn. Æfingarnar fara fram um helgina í Reykjavík og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Algarve cup sem hefst í byrjun mars.
IBV óskar Birnu innilega til hamingju með þennan árangur.