Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað tæplega 80 leiki fyrir ÍBV í meistaraflokki. Hann missti einungis af einum leik síðasta sumar og skoraði 5 mikilvæg mörk. Hann átti eins og allt ÍBV liðið frábært sumar og var síðan valinn í U-21 árs landslið Íslands um mitt sumar.
Hann spilar yfirleitt á vinstri vængnum þar sem að vinnusemi hans og baráttugleði nýttist afar vel.
Þórarinn er uppalinn ÍBV ari og hefur stórt Eyjahjarta, það má glöggt sjá á framlagi hans á vellinum að hann leggur sig alltaf 100% fram.
Nýlega skrifaði Þórarinn Ingi síðan undir nýjan samning við ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2013.
Óskar er mikill íþróttamaður og hefur lagt stund á flestar greinar sem í boði eru. Óskar er mjög fjölhæfur leikmaður sem býr yfir öllum þeim hæfileikum sem prýðir framúrskarandi leikmann. Óskar stundar aukaæfingar af miklum krafti sem hefur skilað honum sæti í hóp meistaraflokks þessa stundina. Óskar er þegar byrjaður að leika með meistaraflokki en um síðustu helgi lék hann stóran hluta leiks gegn Stjörnunni. Óskar átti þar mjög góðan leik og er landsliðsþjálfari U-17.ára komin með hann undir smásjána. Óskar getur spilað allar stöður á vellinum en bestur þykir hann sem varnar eða miðjumaður.
Þórarinn Ingi var fjarverandi athöfnina í gær. Hann var á landsliðsæfingum í Futsal. Foreldrar Þórarins þau Guðbjörg Lilja og Valdimar tóku við verðlaununum í gær.
Þetta er þau sem tilnefnd voru sem íþróttamaður æskunnar.
Íþróttamaður æskunnar 2010, Óskar Zoega Óskarsson
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna sigruðu sína deild með yfirburðum. Hér eru nokkrar af þeim stúlkum.