Þórunn hefur lengi starfað innan ÍBV-íþróttafélags. Lengst af hefur hún starfað innan kvennadeildarinnar og komið þar að öllu því mikla starfi sem að kvennadeildin sinnir.
Þá situr Þórunn í aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags og hefur verið þar aðalmaður í nokkur ár.
Einnig er hún í pæjumótsnefndinni og þá situr hún einnig í þrettándanefnd félagsins og sér hún um álfadansinn á þrettándanum.
Þá er Þórunn alltaf boðin og búinn að koma í bæði stór og smá verkefni ef að til hennar er leitað. Þórunn er alltaf á jákvæðu nótunum og á auðvelt með að fá fólk til að starfa með sér að málefnum innan íþróttahreyfingarinnar.
Á þessari upptalningu sést að Þórunn er afar vel að viðurkenningunni komin og vonandi fær íþróttahreyfingin að njóta krafta Þórunnar sem lengst.