Þórarinn Ingi valinn íþróttamaður Vestmannaeyja

20.jan.2011  22:08

Óskar Óskarsson valinn Íþróttamaður æskunnar

Nú rétt í þessu var að ljúka útnefning á íþróttamanni Vestmannaeyja. Það var knattspyrnumaðurinn knái Þórarinn Ingi Valdimarsson sem að varð fyrir valinu. Þá var Óskar Óskarsson valinn íþróttamaður æskunnar. Óskar er einn efnilegasti knattspyrnumaður ÍBV. ÍBV-íþróttafélag er afar stolt af þessum strákum og óskar þeim og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju. Myndir af hófinu koma hér inná síðuna á morgun ásamt nánari útskýringum.