Klukkan 6.30 í fyrramálið hefst íþrótta-akademía ÍBV og FÍV formlega. Lengi hefur verið á stefnuskrá ÍBV-íþróttafélags að koma á laggirnar íþrótta-akademíu og er þetta því nokkuð stór stund fyrir félagið að hleypa þessu verkefni af stokkunum. Aðsóknin í akademíuna fór fram úr björtustu vonum og er á fimmta tug iðkenda skráðir á þessa fyrstu önn.
Árni Stefánsson er forstöðumaður akademíunnar og sér hann um bóklega hlutann auk tækniæfinga fyrir handboltahlutann. Um tækniæfingarnar knattspyrnumegin sér svo Bretinn knái Richard Scott. Það er svo Íris Sæmundsdóttir sem sér um styrktarþjálfunina fyrir allan hópinn. Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um akademíu ÍBV og FÍV með því að smella á hnappinn "akademían" hér vinstra megin á síðunni. Þar má meðal annars finna reglur fyrir iðkendur.