ÍBV gegn einelti

14.jan.2011  11:39
ÍBV-íþróttafélag leggur ríka áherslu á að börnunum líði vel í starfi hjá félaginu. Ef grunur leikur á að barn sé lagt í einelti á æfingum eða í tengslum við uppákomur félagsins er mikilvægt að boðum um það sé komið á framfæri við framkvæmdastjóra félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á ibv@ibv.is eða hringja í 481-2060. Fullum trúnaði er heitið. Hér vinstra megin á síðunni er síðan hægt að nálgast nánari upplýsingar um þessi mál.