Vígsla Eimskipshallarinnar.

06.jan.2011  08:41
Á laugardag kl. 16.00 verður Eimskipshöllin formlega vígð.  Öllum eyjamönnum er boðið að koma og sjá hið tilkomumikla mannvirki.  Eftir stutta vígslu verða meistaraflokksleikmenn félagsins með knattþrautir fyrir iðkendur IBV.  Við hvetjum foreldra til að koma með börnunum og sjá þau leika listir sínar.  Þá viljum við einnig hvetja krakkana til að mæta í IBV búningum sínum.